Í síðasta mánuði var fjallað um að Damir Muminovic væri að semja við félag í Asíu, DPMM í Brúnei, og fyrr í þessum mánuði voru þau tíðindi staðreynd. Damir hefur verið byrjunarliðsmaður í liði Breiðabliks en ljóst að hann mun ekki spila aftur á Íslandi fyrr en í fyrsta lagi um mitt næsta sumar.
Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason, þjálfara Breiðabliks, um hvort Blikar þyrftu að fá inn mann í stað Damirs.
Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason, þjálfara Breiðabliks, um hvort Blikar þyrftu að fá inn mann í stað Damirs.
„Við þurfum að hafa augun opin fyrir styrkingu og hvernig við fyllum hans skarð. Okkar markmið er að spila marga leiki og fara langt í öllum keppnum. Þá þurfum við að vera með stóran og breiðan hóp. Við stefnum á að bæta við okkur hafsent, það er ekki spurning. Við munum skoða markaðinn vel og vanda valið," segir Dóri.
Staðan er þá ekki þannig að þið farið inn í mótið með Viktor Örn Margeirsson, Daniel Obbekjær og Ásgeir Helga Orrason, og svo kemur Damir til baka í sumarglugganum?
„Tímabilið hjá Damir klárast ekki fyrr en í maí og hann yrði þá aldrei löglegur með okkur fyrr en í lok júlí. Þá er mjög mikið búið af tímabilinu. Við þurfum að styrkja okkur, fá inn leikmann."
Vill fá hann til baka þegar hann kemur heim
Damir segir að stefnan sé að koma aftur í Breiðalbik eftir veruna í Brúnei. Viljið þið fá hann aftur í glugganum?
„Ég held að Damir loki ekkert á það - ef honum líður vel úti og gengur vel - að það verði eitthvað framhald á hans veru þar. Það er líka einn möguleiki. En ef hann kemur heim þá auðvitað myndum við vilja fá hann í Breiðablik, við þurfum bara að sjá hvernig landið liggur og hvernig forsendurnar eru á þeim tíma. Vonandi gengur honum sem best úti."
„Hann er orðinn gegnheill Bliki og vill ekki spila neins staðar annars staðar þegar hann er hér á Íslandi. Við hljótum að láta það ganga hvenær sem það verður. En við getum ekki verið að bíða eftir honum, hann þarf bara að eiga sinn feril þarna úti, hvort sem það er þetta hálfa tímabil eða lengur, og svo bara tökum við stöðuna þegar því líkur."
Ekki margir augljósir kostir á íslenska markaðnum
Damir hefur sýnt að hann er í hæsta gæðaflokki á Íslandi. Er til miðvörður í staðinn fyrir hann á íslenska markaðnum?
„Það eru ekki margir augljósir kostir, það eru einhverjir möguleikar sem við veltum fyrir okkur hvort hægt sé að fara í, en við erum líka með augun út fyrir landsteinana, það er auðvitað töluvert stærri markaður og stærra mengi af mönnum. Við útilokum ekki að við horfum erlendis varðandi miðvörð," segir Dóri.
Athugasemdir