Davide Ancelotti, sonur Carlo Ancelotti, hefur sagt upp störfum sem þjálfari brasilíska félagsins Botafogo en hann skrifaði undir tveggja ára samning í sumar.
Erlendir fjölmiðlar greina frá því að hann hafi hætt þar sem félagið ákvað að reka styrktarþjálfara liðsins.
Honum var kennt um tíð meiðsli innan hópsins en Ancelotti stóð við bakið á honum.
Erlendir fjölmiðlar greina frá því að hann hafi hætt þar sem félagið ákvað að reka styrktarþjálfara liðsins.
Honum var kennt um tíð meiðsli innan hópsins en Ancelotti stóð við bakið á honum.
Ancelotti var í sínu fyrsta starfi sem aðalþjálfari en hann stýrði 32 leikjum. Liðið vann 14, gerði 11 jafntefli og tapaði sjö undir hans stjórn.
Athugasemdir



