Ekvadorski varnarmaðurinn Mario Pineida er látinn, 33 ára að aldri, en hann var skotinn til bana í gær.
Tveir vopnaðir einstaklingar á mótorhjólum skutu að honum, móður hans og annarri konu fyrir utan verslun í borginni Guayaquil.
Gengjastríð og eiturlyfjaviðskipti hafa ríkt í borginni en alls voru 1.900 morð framin þar frá janúar til september.
Tveir vopnaðir einstaklingar á mótorhjólum skutu að honum, móður hans og annarri konu fyrir utan verslun í borginni Guayaquil.
Gengjastríð og eiturlyfjaviðskipti hafa ríkt í borginni en alls voru 1.900 morð framin þar frá janúar til september.
Pineida lék níu landsleiki fyrir Ekvador milli 2014 og 2021. Hann hóf feril sinn hjá Independiente DV en gekk í raðir Barcelona SC, sem spilar í Guayaquil, árið 2016.
Ekvadorska fótboltasambandið sendi frá sér yfirlýsingu þar sem það sendir fjölskyldu Pineida samúðarkveðjur.
Athugasemdir


