Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Bayern München munu mæta sigurvegaranum í viðureign Atletico Madrid og Manchester United í 8-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna.
Dregið var í morgun en Bayern er eitt af fjórum liðum sem tryggðu sér beint sæti i 8-liða úrslitum en átta lið fara í umspil um að komast í 8-liða úrslitin.
Umspilsleikirnir verða 11./12. og 18./19. febrúar og 8-liða úrslitin 24./25. mars og 1./2. apríl.
Dregið var í morgun en Bayern er eitt af fjórum liðum sem tryggðu sér beint sæti i 8-liða úrslitum en átta lið fara í umspil um að komast í 8-liða úrslitin.
Umspilsleikirnir verða 11./12. og 18./19. febrúar og 8-liða úrslitin 24./25. mars og 1./2. apríl.
Umspilsleikirnir:
Paris FC - Real Madrid
Wolfsburg - Juventus
Atletico Madrid - Manchester United
Leuven - Arsenal
8-liða úrslitin:
Atletico Madrid eða Manchester United - Bayern München
Leuven eða Arsenal - Chelsea
Paris FC eða Real Madrid - Barcelona
Wolfsburg eða Juventus - Lyon
Athugasemdir


