Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   fim 18. desember 2025 12:01
Elvar Geir Magnússon
Mögulegt að Orri verði í hóp um helgina
Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson.
Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mundo Deportivo segir mögulegt að íslenski landsliðssóknarmaðurinn Orri Steinn Óskarsson verði í leikmannahópi Real Sociedad sem mætir Levante í La Liga um helgina.

Orri mætti aftur til æfinga með liðsfélögum sínum í morgun eftir rúmlega hundrað daga fjarveru vegna meiðsla.

Real Sociedad birti myndband í dag þar sem Orri sést mæta á æfingu ásamt Mikel Oyarzabal sem hefur einnig verið fjarri góðu gamni. Mundo Deportivo segir að það sé þó meiri óvissa um mögulega þátttöku Orra á laugardaginn

Orri spilaði fyrstu þrjár umferðirnar í La Liga áður en hann meiddist. Hann var ekkert með íslenska landsliðinu í undankeppni HM og var saknað.

Real Sociedad er í fimmtánda sæti La Liga, aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti. Þjálfarinn var látinn taka pokann sinn á dögunum og Ion Ansotegi stýrir liðinu til bráðabirgða.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 19 16 1 2 53 20 +33 49
2 Real Madrid 19 14 3 2 41 17 +24 45
3 Villarreal 17 12 2 3 34 16 +18 38
4 Atletico Madrid 19 11 5 3 34 17 +17 38
5 Espanyol 18 10 3 5 22 19 +3 33
6 Betis 18 7 7 4 30 24 +6 28
7 Celta 18 6 8 4 24 20 +4 26
8 Athletic 19 7 3 9 17 25 -8 24
9 Elche 18 5 7 6 24 23 +1 22
10 Getafe 18 6 3 9 14 23 -9 21
11 Sevilla 18 6 2 10 24 29 -5 20
12 Osasuna 18 5 4 9 18 21 -3 19
13 Alaves 18 5 4 9 15 21 -6 19
14 Vallecano 18 4 7 7 14 21 -7 19
15 Real Sociedad 18 4 6 8 22 26 -4 18
16 Mallorca 18 4 6 8 20 26 -6 18
17 Girona 18 4 6 8 17 34 -17 18
18 Valencia 18 3 7 8 17 30 -13 16
19 Levante 17 3 4 10 20 29 -9 13
20 Oviedo 18 2 6 10 8 27 -19 12
Athugasemdir
banner