Roy Keane dregur ekkert undan og kallar Jordan Hames-Mainoo, bróður Kobbie Mainoo, fávita fyrir að klæðast áhugaverðum bol á leik Manchester United og Bournemouth á mánudag.
Tækifæri Kobbie Mainoo hafa verið af skornum skammti og talað um að þessi tvítugi miðjumaður vilji yfirgefa Old Trafford í janúar.
Tækifæri Kobbie Mainoo hafa verið af skornum skammti og talað um að þessi tvítugi miðjumaður vilji yfirgefa Old Trafford í janúar.
Eldri bróðir Mainoo var meðal áhorfenda á 4-4 leiknum og klæddist bol sem á stóð „Frelsið Kobbie Mainoo."
„Hann er tvítugur. Hvað er að því að sitja út tímabilið og vinna fyrir því að fá tækifæri? Það er spurning hvað gerist með stjórann eftir tímabilið," segir Keane en framtíð Rúben Amorim er sífellt til umræðu.
„Á hverjum degi færðu tækifæri til að sanna þig fyrir stjóranum. Líf fótboltamannsins snýst um að sanna sig. Það er ekkert að því að fara á lán en stærsta áskorunin er hjá Manchester United."
„Svo er hann með þennan fávita sem bróður sem er að gera þessa hluti. Við ættum í raun ekki að gefa honum það að við séum að tala um hann. Stundum er maður bara umkringdur af fávitum. Klæddist hann þessum bol án þess að tala við hann fyrst?" segir Keane.
Athugasemdir



