Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
banner
   fim 18. desember 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spurðu leikmenn Strasbourg spurninga um Ísland - Fé eða fólk?
Mynd: EPA
Það er spennandi leikur í kvöld þar sem Breiðablik heimsækir Strasbourg í síðustu umferð deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.

Með sigri getur Breiðablik tryggt sér sæti í umspili um sæti í 16-liða úrslitum en það þarf allt að vera með Blikum í liði.

Lestu um leikinn: Strasbourg 0 -  0 Breiðablik

Franska liðið Strasbourg er á toppnum í deildinni en liðið undirbjó sig fyrir leikinn með léttri spurningakeppni um Ísland en félagið birti myndband á X þar sem leikmennirnir voru spurðir spjörunum úr.

Þeir voru meðal annars spurðir að því hvort það væru fleiri manneskjur eða kindur á Íslandi, hversu langur dagurinn er á veturna og um norðurljósin.


Athugasemdir
banner