Það er spennandi leikur í kvöld þar sem Breiðablik heimsækir Strasbourg í síðustu umferð deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.
Með sigri getur Breiðablik tryggt sér sæti í umspili um sæti í 16-liða úrslitum en það þarf allt að vera með Blikum í liði.
Með sigri getur Breiðablik tryggt sér sæti í umspili um sæti í 16-liða úrslitum en það þarf allt að vera með Blikum í liði.
Lestu um leikinn: Strasbourg 0 - 0 Breiðablik
Franska liðið Strasbourg er á toppnum í deildinni en liðið undirbjó sig fyrir leikinn með léttri spurningakeppni um Ísland en félagið birti myndband á X þar sem leikmennirnir voru spurðir spjörunum úr.
Þeir voru meðal annars spurðir að því hvort það væru fleiri manneskjur eða kindur á Íslandi, hversu langur dagurinn er á veturna og um norðurljósin.
4 questions pour nos Bleu&Blanc avant d'affronter Breidablik en @Conf_League ????????
— Racing Club de Strasbourg Alsace (@RCSA) December 17, 2025
? #RCSABFC pic.twitter.com/qQUBl2SwWy
Athugasemdir



