Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
   fim 18. desember 2025 10:33
Elvar Geir Magnússon
Van Persie fór yfir auglýsingaskilti til að ræða við reiða stuðningsmenn
Van Persie ræðir við reiða stuðningsmenn.
Van Persie ræðir við reiða stuðningsmenn.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Hollenska liðið Feyenoord hefur tapað átta af síðustu ellefu leikjum undir stjórn Robin van Persie en eftir 3-2 tap í gær gegn hans fyrrum félagi, Heerenveen, fannst honum hann vera tilneyddur til að fara yfir málin með reiðum stuðningsmönnum.

Van Persie fór yfir auglýsingaskilti til að fara að stuðningsmönnunum. Fyrirliðinn Justin Bijlow gerði slíkt hið sama.

Heerenveen skoraði sigurmarkið í blálokin, rétt eftir að Feyenoord hafði skorað jöfnunarmark, en þetta var viðureign í bikarnum. Van Persie yfirgaf Heerenveen í febrúar til að taka við Feyenoord.

Stuðningsmennirnir reiðu höfðu hrópað ókvæðisorðum að leikmönnum, mjög ósáttir við frammistöðu þeirra.

„Þetta er sársaukafullt, mikil vonbrigði og alls ekki nægilega gott. Stuðningsmenn eiga skilið Feyenoord lið sem spilar betur, verst betur og sækir betur," sagði Van Persie í viðtali við ESPN eftir leik.

„Það er eðlilegt að stuðningsmenn sýni tilfinningar sínar. Það er réttur þeirra. Það er líka mikilvægt að losa þær tilfinningar eins fljótt og hægt er."

Van Persie viðurkennir að honum finnist það leiðinlegt að heyra hluta stuðningsmanna kalla eftir því að hann verði rekinn.

„Ég elska ekkert meira en að sjá Feyenoord ganga vel og sjá stuðningsmenn okkar gleðjast. Ég er í mikilvægu hlutverki í að fá þá til að vera stoltir af liðinu. Ég geri allt til að snúa genginu við, fyrir stuðningsmennina."

Feyenoord er níu stigum á eftir PSV Eindhoven, toppliði hollensku deildarinnar. Í Evrópudeildinni hefur Feyenoord aðeins unnið einn af sex leikjum og á litla möguleika á að komast áfram.


Athugasemdir
banner