Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 19. janúar 2021 20:30
Aksentije Milisic
Markvörður Newport skoraði beint úr markspyrnu
Nú er í gangi leikur Cheltenham Town og Newport County í League 2 deildini á Englandi.

Gestirnir í Newport komust yfir á tólftu mínútu og markið var vægast sagt í skrautlegri kantinum.

Tom King, markvörður Newport, tók þá langa markspyrnu sem sveif yfir allan völlinn, áður en hún skoppaði á blautum vellinum rétt fyrir utan teig og yfir markvörð heimamanna og beint í netið.

Hreint út sagt magnað mark frá King. Heimamenn í Celtenham náðu að jafna metin undir lok fyrri hálfleiks. Staðan er 1-1 þegar þetta er skrifað.

Þetta magnaða mark má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir