Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 19. janúar 2021 14:01
Magnús Már Einarsson
Solskjær: Ekki séns að Bruno sé þreyttur
Bruno Fernandes gengur af velli.
Bruno Fernandes gengur af velli.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur blásið á að Bruno Fernandes sé að spila illa þessa dagana vegna þreytu.

Bruno var maður desember mánaðar í ensku úrvalsdeildinni en hann var gagnrýndur fyrir slaka frammistöðu í markalausa jafnteflinu gegn Liverpool um helgina.

„Hann hefur verið á mjög góðu skriði og var að vinna verðlaun fyrir að vera leikmaður mánaðarins. Hann er ekki þreyttur - ekki séns," sagði Solskjær í dag.

„Hann er einn af þeim leikmönnum sem geta hlaupið mikið í öllum leikjum og er fljótur að jafna sig. Hann er mjög góður í að hlaða batteríin."

„Ef hann hann hefði skorað úr aukaspyrnunni (gegn Liverpool) og náð aðeins meira flugi á skotið eftir fyrirgjöf Luke (Shaw) þá yrði hann valinn aftur besti leikmaður mánaðarins í í úrvalsdeildinni."

„Síðan hann kom til okkar hefur han verið stórkostlegur og nei, hann er ekki þreyttur. Ef þú spyrð hann þá er ekki séns að hann myndi segja að hann sé þreyttur."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner