Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. janúar 2022 15:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hákon gerði eins og Orri - Skoraði eftir 25 mínútur
Ögmundur spilaði í bikarnum
Hákon Arnar
Hákon Arnar
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Tveir Íslendingar voru á skotskónum með aðalliði FCK Sem lék æfingaleik gegn Hvidövre í dag. Orri Steinn Óskarsson skoraði á 25. mínútu í frumraun sinni eftir stungusendingu frá Ísaki Bergmanni Jóhannessyni. Markið hjá Orra má sjá neðst í fréttinni.

Átta breytingar voru gerðar á liði FCK í hálfleik og þeir Orri og Ísak fóru af velli sem og Andri Fannar Baldursson sem byrjaði einnig inn á. Einn af þeim sem komu inn á var Hákon Arnar Haraldsson.

Það tók Hákon líkt og Orra 25 mínútur að setja mark sitt á leikinn því hann skoraði á 70. mínútu með góðu skoti fyrir utan teig og kom FCK í 2-1. Lokatölur urðu 3-1 en lokamark FCK kom beint úr hornspyrnu.

Í Grikklandi fékk Ögmundur Kristinsson tækifærið í liði Olympiakos í gríska bikarnum. Olympiakos heimsótti Panetolikos og tapaði 2-1 á útivelli eftir að hafa komist í 0-1. Um fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum er að ræða og mætast liðin aftur eftir sex daga á heimavelli Olympiakos.

Olympiakos er langefst í deildinni en Panetolikos er í 10. sæti. Þetta var þriðji leikur Ögmundar á tímabilinu en hann spilaði líka í 16-liða úrslitum bikarsins.


Athugasemdir
banner
banner