Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 19. janúar 2022 12:30
Elvar Geir Magnússon
„Tæknilega er Vlahovic betri en Haaland"
Dusan Vlahovic.
Dusan Vlahovic.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
„Haaland er sterkari líkamlega í dag en trúið mér, tæknilega er Vlahovic betri leikmaður," segir Ivica Iliev, íþróttastjóri Partizan í Belgrad, í viðtali við Mirror.

„Vlahovic getur spilað fyrir aftan fremsta mann, þú ert með meiri möguleika með hann heldur en Haaland. En þeir munu anda ofan í hálsmálið á hvor öðrum þar til ferlum þeirra lýkur."

Dusan Vlahovic, leikmaður Fiorentina, og Erling Haaland hjá Borussia Dortmund eru báðir 21 árs og tveir af bestu ungu sóknarmönnum heims í dag.

Getur orðið einn besti sóknarmaður heims
Arsenal reynir að fá Vlahovic en sögusagnir eru um að hann vilji helst fara til Juventus. Þá hefur hann einnig verið orðaður við Real Madrid.

Vlahovic hóf aðalliðsferil sinn heima í Serbíu með Partizan og setti þar ýmis met, hann er yngsti markaskorari í sögu félagsins.

„Einstaklingsgæði hans hafa alltaf verið augljós og alltaf talað um að hann yrði sérstakur leikmaður. Sextán ára gamall þá sýndi hann okkur algjörlega hvaða hæfileika hann hefði," segir Iliev.

„Ég tel að hann sé bara búinn að ná 60-70% af þeirri getu sem hann mun ná. Ég vona að hann fari næst í félag sem gefur honum pláss, Arsenal gæti verið góður kostur. Hann mun á endanum fara í framúrskarandi lið. Ég tel eðlilegt að öll bestu félög heims vilji hann. Hann þarf að vada valið því hann er enn ungur og mörg ár framundan til að bæta sig og verða einn besti sóknarmaður heims."
Athugasemdir
banner
banner