Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. janúar 2022 12:00
Elvar Geir Magnússon
Uxinn ekki með gegn Arsenal
Alex Oxlade-Chamberlain.
Alex Oxlade-Chamberlain.
Mynd: EPA
Annað kvöld klukkan 19:45 verður seinni leikur Arsenal og Liverpool í undanúrslitum deildabikarsins. Fyrri leikurinn á Anfield endaði með markalausu jafntefli.

Pep Lijnders, aðstoðarstjóri Jurgen Klopp, ræddi við fréttamenn í dag og staðfesti að miðjumaðurinn Alex Oxlade-Chamberlain verður ekki með í leiknum vegna smávægilegra meiðsla.

Vonast er til að hann verði orðinn klár í slaginn fyrir útileik gegn Crystal Palace á sunnudaginn.

Þá sagði hann að Thiago Alcantara væri væntanlegur til baka eftir komandi landsleikjaglugga. Spænski miðjumaðurinn hefur ekki spilað síðan 16. desember en hann smitaðist af Covid auk þess að verða fyrir meiðslum.

Sóknarmaðurinn Divock Origi ætti að geta snúið aftur af fullum krafti á æfingar eftir bikarleik gegn Cardiff City í byrjun febrúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner