Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   sun 19. janúar 2025 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alexandra kom inn á í jafntefli - Án sigurs í fimm leikjum í röð
Mynd: Getty Images
Alexandra Jóhannsdóttir hefur ekki fengið stórt hlutverk í liði Fiorentina á þessu tímabili. Hún byrjaði á bekknum þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Sassuolo í kvöld.

Hún kom inn á þegar um það bil tíu mínútur voru eftir og tókst ekki að setja mark sitt á leikinn.

Liðið hefur ekki unnið í síðustu fimm leikjum í öllum keppnum þar af var þetta fyrsta stigið sem liðið nær í þremur síðustu deildarleikjum. Fiorentina er í 4. sæti með 27 stig eftir 15 umferðir.

Dagný Brynjarsdóttir var ekki í leikmannahópi West Ham þegar liðið steinlá 5-0 gegn Chelsea í ensku deildinni. Chelsea er með sjö stiga forystu á toppnum en West Ham er í 10. sæti með 8 stig eftir 11 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner