Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 19. febrúar 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gullit: Van Dijk mun aldrei vinna Ballon d'Or
Virgil van Dijk er búinn að vera einstaklega góður með Liverpool.
Virgil van Dijk er búinn að vera einstaklega góður með Liverpool.
Mynd: Getty Images
Hollenska goðsögnin Ruud Gullit telur að varnarmaðurinn Virgil van Dijk muni aldrei vinna Ballon d'Or verðlaunin sem eru veitt besta leikmanni heims á ári hverju.

Van Dijk var magnaður með Liverpool á síðasta ári og hafnaði í öðru sæti í Ballon d'Or, á eftir Lionel Messi.

„Skilaboðin eru sú að hann mun aldrei vinna verðlaunin," sagði Gullit um landa sinn.

Gullit fannst Van Dijk eiga skilið að vinna verðlaunin í fyrra. „En það er ekki hægt að segja að Messi hafi ekki átt þau skilið. Þetta var samt árið fyrir varnarmann að vinna."

Fabio Cannavaro er síðasti varnarmaðurinn til að vinna verðlaunin. Það gerði hann árið 2006, eftir að hafa leitt Ítalíu til Heimsmeistaratitils.

Van Dijk, sem er 28 ára, hefur haldið áfram að spila rosalega vel með Liverpool á þessu tímabili. Allt útlit er fyrir að Liverpool muni vinna sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í 30 ár á næstu vikum. Van Dijk á mjög stóran þátt í titlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner