Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 19. febrúar 2020 01:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nani með tvö í sigri Orlando gegn KR
Nani lék á árum áður með Manchester United.
Nani lék á árum áður með Manchester United.
Mynd: Getty Images
KR tapaði 3-1 í æfingaleik gegn Orlando City í Flórída. Leikurinn kláraðist fyrir stuttu. Nani, fyrrum leikmaður Manchester United, skoraði tvennu fyrir Orlando og var í stuði.

Nani skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins tvær mínútur og skoraði Benji Michel stuttu síðar annað mark Orlando. Kristján Flóki Finnbogason minnkaði muninn fyrir KR um miðjan fyrri hálfleikinn, en fyrir leikhlé skoraði Nani þriðja mark Orlando og annað mark sitt. Nani er núna 33 ára gamall.

Ekki voru fleiri mörk skoruð í seinni hálfleiknum og lokatölur 3-1 fyrir Orlando gegn Íslandsmeisturum KR.

Orlando City leikur í bandarísku MLS-deildinni og er á sínu undirbúningstímabili en liðinu tókst ekki að komast í úrslitakeppnina á síðasta tímabili. Orlando hefur leik á nýju keppnistímabili í MLS-deildinni þann 29. febrúar næstkomandi.

Pepsi Max-deildin fer af stað 22. apríl en KR leikur opnunarleikinn gegn Val á Hlíðarenda.


Athugasemdir
banner