Gylfi Þór Sigurðsson var í gær kynntur sem nýr leikmaður Víkings en félagið keypti hann af Val.
Gylfi skrifaði undir tveggja ára samning við Val fyrir tæpu ári síðan. Þá var Börkur Edvardsson formaður knattspyrnudeildar Vals en hann hætti í því hlutverki síðasta haust.
Á laugardag hélt Hjörvar Hafliðason því fram á Youtube rás sinni að Gylfi hefði gert heiðursmannasamkomulag við Val þegar hann samdi við félagið.
Gylfi skrifaði undir tveggja ára samning við Val fyrir tæpu ári síðan. Þá var Börkur Edvardsson formaður knattspyrnudeildar Vals en hann hætti í því hlutverki síðasta haust.
Á laugardag hélt Hjörvar Hafliðason því fram á Youtube rás sinni að Gylfi hefði gert heiðursmannasamkomulag við Val þegar hann samdi við félagið.
„Það er pottþétt að það kom tilboð frá Víkingum í gær. Ég ræddi þetta við Ólaf Má Sigurðsson, bróður Gylfa, og hann staðfesti að það sé heiðursmannasamkomulag í gildi milli Gylfa og Vals; þ.e.a.s. ef Gylfi vill fara þá má hann fara. Þetta heiðursmannasamkomulag var gert í marsmánuði á síðasta ári og samkvæmt því er í rauninni ekkert sem getur staðið í vegi fyrir því að Gylfi fari frá félaginu," sagði Hjörvar.
Börkur var til viðtals hjá Valtý Birni Valtýssyni í hlaðvarpsþættinum Mín Skoðun í dag og var hann spurður út í meint heiðursmannasamkomulag.
„Mér heyrist þú hafa fengið meinta krummasögu frá kjúkling, ekki krumma, því þetta er ekki sannleikanum samkvæmt. Það stendur allt á blaðinu sem er í samningnum og ekkert umfram það," segir Börkur.
Hann var almennt spurður út í tíðindi síðustu daga. „Mér líður bara ágætlega, þetta þarf að vera þannig að menn þurfa að vera í takt, leikmaður þarf að fara eftir því sem félagsliðið er að stefna að hverju sinni og vera í takt við sinn eigin leikmannahóp og stjórnarmenn. Það virðist ekki hafa verið í þessu tilviki. Því fór sem fór. Er þetta ekki bara farsæl lausn fyrir alla?"
„Þetta er erfitt mál, mjög erfitt, en mér finnst stjórn Vals hafa gert vel, spilað vel úr sínum spilum í mjög erfiðri stöðu. Ég held að þetta hafi verið hnútur sem varð að leysa. Það var hoggið á hann," segir Börkur.
Athugasemdir