Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. mars 2020 09:00
Elvar Geir Magnússon
Ákveðnir í að klára ensku úrvalsdeildina
Lokað og læst fyrir utan heimavöll Bournemouth.
Lokað og læst fyrir utan heimavöll Bournemouth.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin heldur neyðarfund í dag en BBC segir að forráðamenn deildarinnar séu staðráðnir í að tímabilið verði klárað þrátt fyrir heimsfaraldurinn.

Öllum leikjum hefur verið frestað til 4. apríl að minnsta kosti en frestunin verður pottþétt framlengd. Félög eru meðvituð um að það er enn langt í að spilað verði í deildinni.

Ólíklegt er talið að enska úrvalsdeildin muni setja á einhverja sérstaka dagsetningu, bresk stjórnvöld hafa bannað íþróttaviðburði en það er hluti af samkomubanni.

Í gær var greint frá því hugmyndir eru uppi um að klára mótið bak við luktar dyr.

BBC segir að ekki megi búast við neinum stórum ákvörðunum á fundinum í dag. Hann verði frekar nýttur til að fara yfir stöðu mála.

Það eru ekki allir sammála um hvernig eigi að klára tímabilið en Karren Brady, varaformaður West Ham, sagði að tímabilið ætti að vera dæmt ógilt.

Paul Barber, framkvæmdastjóri Brighton and Hove Albion, segir það ósanngjarnt ef Liverpool fær ekki titilinn og leggur það til að deildin verði stækkuð í 22 lið tímabilið 2020-21.

Á fundinum í dag fá félagin að sjá ýmsar hugmyndir um hvernig hægt verði að klára tímabilið. Enska úrvalsdeildin ætlar að gera allt sem hægt er til að það verði klárað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner