Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. mars 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Fimm bestu fótboltatölvuleikir sögunnar
CM 01/02 - Besti fótboltatölvuleikur sögunnar.
CM 01/02 - Besti fótboltatölvuleikur sögunnar.
Mynd: Football Manager
Ólafur Jóelsson.
Ólafur Jóelsson.
Mynd: Úr einkasafni
FIFA 12 var skemmtilegur leikur.
FIFA 12 var skemmtilegur leikur.
Mynd: FIFA
Samkomubann er í gangi á Íslandi vegna kórónuveirunnar og enginn fótbolti í gangi í Evrópu. Til að svala fótboltaþorstanum hafa margir dustað rykið af fótboltatölvuleikjum undanfarna daga.

Fótbolti.net fékk Ólaf Þór Jóelsson, tölvuleikjagúru og framkvæmdastjóra Senu, til að velja fimm bestu fótboltaleiki sögunnar.

„Það eru auðvitað margir aðrir góðir fótboltaleikir sem hefðu getað komist á listann og hanga rétt þar fyrir utan topp 5 að mínu mati. T.d. Pro Evolution Soccer 6 sem var mjög góður, en ég var bara aldrei neinn sérstakur PES maður, Rocket League er nokkurskonar fótboltaleikur sem sló í gegn, einnig datt maður inní leiki á PlayStation á borð við This is Football, Actua Soccer og Virtua Striker," segir Ólafur.

Hér að neðan má sjá val hans.

1. Championship Manager 01/02
Af mörgum talin ein besta útgáfan í þessari seríu, en fyrsti leikur hennar kom út árið 1992 og sá síðasti árið 2016. Hér var lífið einfaldara, s.s. samningar við leikmenn, keppnisfyrirkomulag og færri möguleikar en í „manager“ leikjum í dag. Í leiknum voru líka algjör „legend“ á borð við sænsku þrumuna Kennedy Bakircioglu, Kaka var var að stíga sín fyrstu skref með Sao Paolo og Kim Kallstrom var að koma sterkur inn. Hollenska deildin var stútfull af stjörnum á borð við Rafael Van Der Vaart, Arjen Robben og Zlatan..

2. Sensible World of Soccer
Kom út brakandi ferskur árið 1994 fyrir Amiga tölvuna og svo síðar fyrir MS-DOS. Spilun leiksins var fáránlega einföld en á sama tíma ótrúlega skemmtileg. Enn í dag eru starfandi áðdáendaklúbbar fyrir leikinn sem segja hann standast tímans tönn og sé ennþá sá besti. Þegar leikurinn kom út innihélt hann meira en 27,000 leikmenn og 1,500 lið. Sensible World of Soccer er eini íþróttaleikurinn sem komst á listann yfir 10 mikilvægustu tölvuleiki allra tíma.

3. Fifa 12
Einn allra besti Fifa leikurinn að mínu mati og í raun sá fyrsti sem fullkomnaði yfirráð EA Sports á þessum markaði eftir nokkur mögur ár Pro Evolution Soccer seríunnar. Í þessari útgáfu kynntu EA menn „impact engine“ sem hefur haft áhrif á Fifa leikina síðan, en hún gerði alla spilun leiksins raunverlegri.. Þarna var „career mode“ mjög gott og þar var góður fílingur yfir leiknum. Á coverinu voru Jack Wilshire og Wayne Rooney öxl í öxl..

4. Football Manager (1982)
Barnæskan fór í þennan leik og ég sá Kevin Toms (leikjahönnuð leiksins) oftar en foreldra mína, þar sem hann brosti til mín framan á kápu leiksins, en leikinn spilaði ég á Sinclair Spectrum. Ótrúlega einfaldur leikur sem samt hélt einhverri óútskýrðri spennu þegar sýnd voru „highlight“ úr leikjunum í mjög frumstæðri grafík. Þarna var K. Keegan aðalmaðurinn, ásamt S. McCall og P. Neal.. Leikmenn voru bara með 2 tölur, annarsvegar „Skill“ sem var frá 1 uppí 5 og svo „Energy“ sem var frá 1 uppí 20.. Hefði ég eytt öllum tímanum sem ég eyddi í þennan leik að læra að spila á fiðlu, sæti ég núna í sætinu hennar Sigrúnar Eðvalds..

5. Kick Off 2
Þetta er leikurinn sem ruddi brautina fyrir Sensible Soccer, en þessi leikur spilast á svipaðan hátt (horft ofan á völlinn). Hinn goðsagnakenndi tölvuleikjahönnuður Dino Dini var maðurinn á bakvið leikinn sem sló heldur betur í gegn, en leikurinn kom út á Amiga, Sinclair Spectrum, Commodore 64 og fleiri góðar tölvur.. Árið 2015 var bankareikningur Dino Dini eitthvað farinn að þynnast og hann henti í endurgerð leiksins sem skeit og náði sér aldrei á strik.
Athugasemdir
banner
banner
banner