Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   fös 19. mars 2021 10:15
Elvar Geir Magnússon
Í BEINNI - Dregið í Meistaradeildina og Evrópudeildina
Athöfnin hefst klukkan 12:00
Það er verið að fara að draga í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Drátturinn hefst klukkan 12:00 og verður í beinni hér á Fótbolta.net!

Liðin sem eru í pottinum í Evrópudeildardrættinum:
Ajax - Holland
Arsenal - England
Granada - Spánn
Dinamo Zagreb - Króatía
Manchester United - England
Roma - Ítalía
Slavia Prag - Tékkland
Villarreal - Spánn

Drátturinn verður í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss.

Þetta er algjörlega opinn dráttur og því geta lið frá sama landi dregist saman.

12:17
TAKK FYRIR Í DAG!

Það er komið að því að skella sér í langþráðan hádegismat, segjum þetta gott. Takk fyrir samfylgdina.

Eyða Breyta
12:16
Undanúrslitin:

Ef Manchester United vinnur Granada mun liðið mæta sigurvegaranum úr einvígi Ajax og Roma í undanúrslitum.

Dinamo Zagreb eða Villarreal mun mæta sigurvegaranum úr Arsenal - Slavia Prag.

Eyða Breyta
12:14
Þá skellum við okkur í undanúrslitin...

Eyða Breyta
12:14
DINAMO ZAGREB - VILLARREAL

Eyða Breyta
12:13
AJAX - ROMA

Eyða Breyta
12:12
ARSENAL - SLAVIA PRAG

Eyða Breyta
12:11
GRANADA - MANCHESTER UNITED

Solskjær til Spánar.

Eyða Breyta
12:11
HVAÐ ER Í POTTUNUM? ÞAÐ ER BYRJAÐ AÐ DRAGA

Eyða Breyta
12:09


Gael Clichy mættur til að aðstoða við dráttinn. Býr þarna rétt hjá. Hann er enn í fullu fjöri og spilar fyrir Servette í svissnesku deildinni. Fyrrum bakvörður Arsenal og Manchester City.

Eyða Breyta
12:06
Giorgio Marchetti mættur aftur. Byrjar á því að senda áhorfendum kærar kveðjur frá forseta UEFA, Aleksander Ceferin. Við sendum að sjálfsögðu bestu kveðjur til Ceferin á móti.

Eyða Breyta
12:03


Eyða Breyta
12:02
Svipuð dagskrá og áðan. Verið að sýna myndband með brot af því besta úr 16-liða úrslitunum.

Eyða Breyta
12:01
Jæja athöfnin er farin af stað. Pedro Pinto kynnir mættur aftur.

Eyða Breyta
11:52


Eyða Breyta
11:42
Nýtt nafn á bikarinn?

Aðeins tvö af þeim átta liðum sem eru eftir í Evrópudeildinni hafa áður unnið Evrópudeildina, eða UEFA bikarinn eins og keppnin hét áður.

Manchester United vann keppnina 2017 en Ajax vann hana 1992.




Eyða Breyta
11:42
UEFA sýnir Evrópudeildardráttinn beint á vefsíðu sinni. Hægt er að horfa með því að smella hérna.

Eyða Breyta
11:40
Leið fyrir Arsenal í Meistaradeildina

Jæja einbeitum okkur alfarið að drættinum í Evrópudeildinni. Minnum á að sigurvegari keppninnar fær Meistaradeildarsæti á næsta tímabili. Eitthvað sem Arsenal gæti nýtt sér en liðið er í 10. sæti í ensku úrvalsdeildinni!

Hart verður barist um að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar en hann verður leikinn 26. maí í Gdansk.

8-liða úrslitin fara fram 8. og 15. apríl. Tveggja leikja einvígi. Í dag verður einnig dráttur í undanúrslit.



Eyða Breyta
11:35


Eyða Breyta
11:31
Haaland mætir Man City



Það verður spennandi að sjá Erling Haaland gegn Manchester City. Haaland raðar inn mörkum fyrir Borussia Dortmund.

Faðir hans, Alf-Inge, spilaði í þrjú tímabil fyrir City 2000-03.

Eyða Breyta
11:28
Hvenær verður leikið í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar?
8-liða úrslitin eru tveggja leikja einvígi. Fyrri leikirnir verða 6. og 7. apríl og seinni leikirnir viku síðar; 13. og 14. apríl.

Eyða Breyta
11:26
Ég skal segja ykkur það. Næst á dagskrá er dráttur í Evrópudeildina klukkan 12:00.

Liðin sem eru í pottinum í Evrópudeildardrættinum:
Ajax - Holland
Arsenal - England
Granada - Spánn
Dinamo Zagreb - Króatía
Manchester United - England
Roma - Ítalía
Slavia Prag - Tékkland
Villarreal - Spánn

Eyða Breyta
11:24


Eyða Breyta
11:20


Eyða Breyta
11:20


Eyða Breyta
11:19


Eyða Breyta
11:16
Undanúrslitin:

Sigurvegarinn í leik Bayern og PSG mætir sigurvegaranum í Manchester City - Dortmund

Sigurvegarinn í Madrid - Liverpool mætir sigurvegaranum í Porto - Chelsea.

Eyða Breyta
11:15
Þá er dregið í undanúrslitin...

Eyða Breyta
11:15
REAL MADRID - LIVERPOOL

Eyða Breyta
11:14
BAYERN MÜNCHEN - PSG

Eyða Breyta
11:13
PORTO - CHELSEA

Eyða Breyta
11:12
MANCHESTER CITY - DORTMUND

Eyða Breyta
11:12
GOTT FÓLK! ÞAÐ ER BYRJAÐ AÐ HRÆRA Í POTTINUM!

Eyða Breyta
11:11
Verið að spjalla við Altintop en úrslitaleikurinn í ár verður í Tyrklandi eins og áður hafði verið rætt. Annars er þetta spjall innihaldslaust og tilgangslaust.

Eyða Breyta
11:09


Hamit Altintop aðstoðar við dráttinn. Lék 82 landsleiki fyrir Tyrki og vann fjölda titla með Bayern Munchen og Galatasaray.

Eyða Breyta
11:07
Marchetti mættur. Eins og flestir vita er hann bestur í Evrópu að draga. Hann er að fara yfir fyrkomulagið í drættinum.




Eyða Breyta
11:03
Verið er að sýna brot af því besta úr 16-liða úrslitunum í dramatísku myndbandi. Rifjum upp hvaða lið eru í pottinum:

Bayern München, Manchester City, Paris Saint-Germain, Chelsea, Liverpool, Real Madrid, Borussia Dortmund og Porto.

Eyða Breyta
11:01
DUDUDUUUUU!

Jæja, athöfnin er farin af stað! Látið ykkur þó ekki bregða þó UEFA teygi lopann. Afskaplega góðir í því! Pedro Pinto er kynnirinn.

Eyða Breyta
10:59
Þú getur horft á dráttinn í beinni á vefsíðu UEFA með því að smella hérna

Eyða Breyta
10:50
Porto er í pottinum eftir að hafa unnið Ítalíumeistara Juventus.



Eyða Breyta
10:42
Hvenær verður dregið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar?

Það verður gert klukkan 12:00, klukkutíma eftir Meistaradeildardráttinn. Að sjálfsögðu verður sá dráttur einnig í beinni hérna!



Eyða Breyta
10:37
Enginn Ronaldo og enginn Messi

Spænsk lið hafa verið ákaflega öflug í Meistaradeildinni undanfarinn áratug en Real Madrid er eini fulltrúi Spánverja í 8-liða úrslitunum að þessu sinni.

Þá er þetta í fyrsta sinn síðan 2005 sem 8-liða úrslitin innihalda ekki Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo. Bæði Barcelona og Juventus féllu út í 16-liða úrslitunum.

Eyða Breyta
10:35
Þetta er algjörlega opinn dráttur og því geta lið frá sama landi dregist saman. Munu Manchester City og Liverpool dragast saman?

Eyða Breyta
10:33
Leiðin til Istanbúl!



Úrslitaleikurinn þetta tímabilið fer fram í Tyrklandi. Nánar tiltekið á Ataturk Ólympíuvellinum í Istanbúl. Leikurinn fer fram 29. maí.



Eyða Breyta
10:29
Góðan og gleðilegan daginn

Velkomin með okkur í beina textalýsingu frá drættinum í Meistaradeildina. Dregið verður í 8-liða úrslitin, og einnig undanúrslitin, en athöfnin hefst klukkan 11:00 í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss.

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner