Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 19. mars 2023 19:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir Fulham hafa átt að fá tvö víti í fyrri hálfleik
Marco Silva
Marco Silva
Mynd: Getty Images

Marco Silva stjóra Fulham var vikið upp í stúku í tapi liðsins gegn Manchester United í enska bikarnum í kvöld.


Hann fékk rautt eftir að Chris Kavanagh dómari leiksins hafði dæmt víti á Fulham þegar Willian fékk boltann í höndina á marklínunni.

Willian og Aleksandar Mitrovic voru einnig reknir útaf í kjölfarið.

Silva sagði í viðtali eftir leikinn að hann hafi verið ósáttur að tvö atvik þar sem Fulham vildi fá vítaspyrnu hafi ekki verið skoðuð í VAR.

„Fyrir mér var vítið ákvörðun sem VAR getur tekið en það er erfitt fyrir okkur að skilja hvers vegna tvö atvik í teignum þeirra voru ekki skoðuð í fyrri hálfleik þar sem eitt af þeim var klárt víti þegar brotið var á Mitrovic," sagði Silva.

„Ég sagði ekkert sérstak við dómarann, hann hlustaði ekkert á mig. Ef hann vildi gefa mér rautt þá verð ég að sætta mig við það. Ég þarf að hafa stjórn á sjálfum mér."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner