International Camp eða Alþjóðlegu knattspyrnubúðir Knattspyrnudeildar Vestra verða á Kerecisvellinum, Ísafirði 03.-05. júní nk. Knattspyrnubúðirnar eru fyrir öll börn fædd 2011-2018.
Tveir erlendir þjálfarar frá Middlesbrough FC verða aðalþjálfarar í knattspyrnubúðunum, en það eru þeir Martin Campbell og Mark Tinkler.
Skólastjóri verður Heiðar Birnir yfirþjálfari knattspyrnudeildar hjá Vestra og fyrrum yfirþjálfari Coerver Coaching á Íslandi.
Martin Cambell er „Head Of Player Recruitment“ hjá knattspyrnuakademíu félagsins og hefur yfirumsjón yfir þeim ungu leikmönnum sem eru fengnir til liðs við Middlesbrough FC.
Mark Tinkler er aðalþjálfari U-21 karlaliðs félagsins. Þess má geta að Mark átti flottan feril sem leikmaður og lék m.a. með Leeds Utd í ensku úrvalsdeildinni. Mark var á sínum tíma fyrirliði U-18 ára landsliðs Englands en í liðinu var m.a. David Beckham. Einnig var Mark aðstoðarstjóri aðalliðs Middlesbrough um hríð.
Báðir aðalþjálfarar knattspyrnubúðana hafa áratuga reynslu í þjálfun barna og unglinga og njóta mikillar virðingar meðal kollega sinna í Englandi. Mikill metnaður er lagður í knattspúðirnar enda er ætlunin að bjóða upp á knattspyrnuþjálfun á hæsta stigi fyrir iðkendur.
Skráning er hafin og fer fram í Sportabler
Hér er dagskráin:
Iðkendur f. 2015-2018
Þri-Mið-Fim
Kl. 09.00-12.00
Iðkendur f. 2011-2014
Þri-Mið-Fim
Kl. 13.00-16.00
Verð er kr. 25.000,-
Skráning er hafin og fer fram í Sportabler
Allir iðkendur fá treyju frá JAKO.
Hressing verður í boði fyrir iðkendur alla dagana.
Allar frekari upplýsingar veitir Heiðar Birnir yfirþjálfari hjá Vestra á netfanginu [email protected]
Athugasemdir