Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   fös 19. apríl 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Araujo um ummæli Gundogan: Vil halda því út af fyrir mig
Mynd: EPA

Ilkay Gundogan var vonsvikinn út í samherja sinn, Ronald Araujo, sem lét reka sig af velli í tapi liðsins gegn PSG í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vikunni.


Barcelona var yfir í einvíginu þegar Araujo var rekinn af velli en tapaði niður forystunni í kjölfarið.

Araujo var spurður út í ummæli Gundogan

„Ég vil halda því út af fyrir mig hvað mér finnst um þessi ummæli. Ég er með mín gildi og þú skalt virða þau," sagði Araujo.

Aðspurður hvort Gundogan hafi ekki virt þessi gildi sagði Araujo: „Ég hef þegar svarað þessari spurningu."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner