Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   fös 19. apríl 2024 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alltaf gott að taka spjallið.
Alltaf gott að taka spjallið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna María og Heiða Ragney.
Anna María og Heiða Ragney.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Væri til í að fá Birnu heim frá HK.
Væri til í að fá Birnu heim frá HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Myndi búa til alvöru hita í villunni.
Myndi búa til alvöru hita í villunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grjóthörð og scary á vellinum en yndisleg manneskja og vinkona eftir að við urðum samherjar.
Grjóthörð og scary á vellinum en yndisleg manneskja og vinkona eftir að við urðum samherjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tæki Huldu með á eyðieyjuna fyrir góða skapið.
Tæki Huldu með á eyðieyjuna fyrir góða skapið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist í að Besta deild kvenna hefjast, á Fótbolta.net er spáin í blússandi gangi og komið er að því að kynna leikmann úr liðinu sem spáð er 5. sæti í sumar.

Gyða Kristín hefur leikið með Stjörnunni allan sinn feril ef frá er talið hálft tímabil með ÍR árið 2019. Hún á að baki 72 leiki í efstu deidl og hefur í þeim skorað 14 mörk. Hún átti frábært tímabil 2022 þegar hún skoraði 9 mörk í 18 leikjum en Stjörnuliðinu gekk ekki alveg jafn vel í fyrra og skoraði Gyða einungis eitt mark í deildinni síðasta sumar. Gyða á einn skráðan A-landsleik sem var vináttuleikur U23 landsliðsins gegn Eistlandi. Á síðasta ári lék hún tvo leiki í viðbót með U23 liðinu.

Í dag sýnir Gyða á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Gyða Kristín Gunnarsdóttir

Gælunafn: Stundum Gytta, Gyðja, Goddess og held að Auður eigi heiðurinn af þeim öllum.

Aldur: 22 ára

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: 2018, spilaði 3 mínútur og man ekki eftir því að hafa snert boltann

Uppáhalds drykkur: Blár Collab

Uppáhalds matsölustaður: Nútrí er í miklu uppáhaldi

Hvernig bíl áttu: Fiat

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei, veit varla hvað það er

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: One Tree Hill

Uppáhalds tónlistarmaður: Jón, Frikki og Bubbi

Uppáhalds hlaðvarp: Þarf alltaf að vera grín

Uppáhalds samfélagsmiðill: Hef smá gaman af því að skrolla á Tiktok annars Instagram

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: fotbolti.net

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Tinna Karen invited you to snapchat” litla frænka mín að senda mér snappið sitt

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Breiðablik

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Arna Sif

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Margir góðir en verð að nefna KG, Andra og Hilmar Sig

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Engin sem mér finnst óþolandi

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Gerrard

Sætasti sigurinn: Síðasti leikurinn 2022 á móti Keflavík þegar við tryggðum okkur evrópu

Mestu vonbrigðin: Tímabilið í fyrra var vonbrigði

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Birnu úr HK eða Birtu Georgs úr blikum

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Óðinn Andri litli bróðir og Fanney Lísa

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Árni Elvar Árnason

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Heiða Ragney þegar hún er ekki í grænu treyjunni

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Audda Scheving er öflug

Uppáhalds staður á Íslandi: Vestmannaeyjar

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Gerðist í yngri flokkum en dómarinn snýtti sér út í loftið og slumman fauk og endaði í andlitinu á vinkonu minni, mjög skemmtilegt

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei ekkert svoleiðis

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist alltaf með píludótinu í desember annars voða lítið

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Ensku.

Vandræðalegasta augnablik: Á nokkur svoleiðis en ætli það sé ekki eitt af þessum þrem skiptum sem ég hef klessukeyrt bílinn hans pabba

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Tæki Önnu Maríu fyrir skemmtun og stemningu, Huldu fyrir góða skapið og svo tæki ég Örnu Dís fyrir gott spjall með dassi að slúðri

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Ég myndi senda Auddu Scheving í Love Island, ég veit hún myndi spila leikinn vel og búa til alvöru hita í villunni

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er með 36 tennur

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Andrea Mist. Grjóthörð og scary á fótboltavellinum en yndisleg manneskja og vinkona eftir að við urðum samherjar

Hverju laugstu síðast: Man ekki við hvern ég sagði þetta en ég þóttist ekki vera á PBT vagninum

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun. Vignir er reyndar að krydda vel upp á upphitun hjá okkur sem gerir þær alltaf skemmtilegri

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Klopp hvort hann væri ekki til í að taka annað tímabil með Liverpool
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner