Arsenal 1 - 2 Lyon
0-1 Kadidiatou Diani ('17 )
1-1 Mariona Caldentey ('78, víti )
1-2 Melchie Dumornay ('82 )
0-1 Kadidiatou Diani ('17 )
1-1 Mariona Caldentey ('78, víti )
1-2 Melchie Dumornay ('82 )
Franska stórveldið Lyon er í góðri stöðu í undanúrslitaeinvígi sínu gegn Arsenal eftir að hafa unnið 2-1 sigur á Emirates-leikvanginum í Lundúnum í dag.
Kadidiatou Diani skoraði fyrsta mark leiksins á 17. mínútu eftir að hún fékk sendingu inn fyrir frá Ellie Carpenter. Diani kláraði færið vel, en einhver spurning var um hvort hún hafi verið rangstæð. Svo var hins vegar ekki þar sem Emily Fox spilaði Diani réttstæða og markið því gott og gilt.
Lyon fór með eins marks forystu inn í hálfleikinn en þegar tólf mínútur voru eftir af þeim síðari fengu heimakonur vítaspyrnu er Christiane Endler, markvörður Lyon, braut á Leuh Williamson í teignum.
Spænska landsliðskonan Mariona Caldentey jafnaði metin úr vítinu en fjórum mínútum síðar svaraði Lyon með sigurmarki eftir frábært samspil.
Leikmenn Lyon áttu nokkrar fyrstu snertingar sendingar áður en Daelle Melchie Dumornay fékk boltann. Hún keyrði inn í teiginn og skoraði með góðu skoti.
Lyon fer með eins marks forystu til Frakklands og er nú skrefi nær því að komast í úrslit.
EKki má þó afskrifa Arsenal sem hefur komið til baka nokkrum sinnum í Meistaradeildinni á leiktíðinni, en það verður þó hægara sagt en gert gegn sigursælasta liði í sögu keppninnar.
Athugasemdir