sun 19. maí 2019 10:35
Ívan Guðjón Baldursson
PSG vill fá De Gea frítt á næsta ári
Powerade
Mynd: Getty Images
Pochettino er eftirsóttasti þjálfari heims um þessar mundir.
Pochettino er eftirsóttasti þjálfari heims um þessar mundir.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Enski félagaskiptaglugginn er opinn og er hægt að búast við miklum viðskiptum fyrir upphaf næsta deildartímabils. Slúðurpakki dagsins inniheldur meðal annars Rodrigo, De Gea, Zaha, Wan-Bissaka, Kante, Pochettino og auðvitað Gareth Bale.


Man City leiðir kapphlaupið um Rodrigo, 22 ára miðjumann Atletico Madrid. (Sun)

PSG ætlar að hvetja David de Gea, 28, til þess að vera hjá Man Utd út samninginn og skipta svo yfir til Frakklands á frjálsri sölu sumarið 2020. (Express)

Arsenal vill Wilfried Zaha, 26 ára sóknarmann Crystal Palace, en vill ekki greiða meira en 40 milljónir punda fyrir hann. Palace vill fá 80 milljónir. (Sun)

PSG ætlar að leggja mikið púður í að fá N'Golo Kante, 28, yfir til sín í sumar. (Mirror)

Tottenham gæti heyrt í Massimiliano Allegri ef Mauricio Pochettino ákveður að taka við Juventus eða Bayern. (Express)

Gareth Bale, 29, Dani Ceballos, 22, Keylor Navas, 32, og Marcos Llorente, 24, munu allir yfirgefa Real Madrid í sumar. (Marca)

Chelsea ætlar að bjóða Callum Hudson-Odoi, 18, að taka við tíunni hans Eden Hazard ef Belginn yfirgefur félagið. Ungstirnið fær tíuna ef hann skrifar undir samning. (Daily Mail)

Crystal Palace hefur skellt 60 milljón punda verðmiða á bakvörðinn sinn Aaron Wan-Bissaka, 21. (Daily Mail)

Allar líkur eru á því að Marcus Rashford, 21, skrifi undir nýjan samning á næstu dögum. Vikulaunin hans verða þrefölduð og mun hann þéna 300 þúsund pund á viku. (Star)

Paul Pogba, 26, er tilbúinn til að taka á sig launalækkun ef hann fær að skipta yfir til Real Madrid. (Manchester Evening News)

Stjórn Man Utd vill þó halda honum og hefur sagt Pogba að hann verði að biðja um að vera settur á sölu til að fara. (Sun)

Arsenal er tilbúið til að kaupa Alexis Claude-Maurice, tvítugan sóknarmann U20 landsliðs Frakka. Claude-Maurice spilar fyrir Lorient og er metinn á 9 milljónir. Norwich hefur einnig áhuga. (Express)

Everton ætlar að selja 15 leikmenn í sumar. Einn þeirra er Ademola Lookman, 21 árs kantmaður, og vill félagið fá 20 milljónir punda fyrir hann. (Daily Mail)

Leicester er að skoða Hakan Calhanoglu, 25 ára miðjumann AC Milan og tyrkneska landsliðsins. (Gazzetta dello Sport)

Chelsea ætlar að halda Tammy Abraham, 21, og Kurt Zouma, 24, hjá félaginu ef viðskiptabannið verður ekki fjarlægt. Báðir hafa þeir gert góða hluti á láni hjá Aston Villa og Everton á tímabilinu. (Sun)

Launakröfur Mino Raiola eru til vandræða í samningsviðræðum Matthijs de Ligt, 19. (Mundo Deportivo)

Southampton ætlar að bjóða í Joe Aribo, 22 ára miðjumann Charlton. Arsenal og Man City hafa fylgst með honum undanfarna mánuði. (Express)

Alfredo Morelos, 22 ára sóknarmaður Rangers, vill spila í betri deild. Hann er besti leikmaður félagsins og hefur verið orðaður við Leicester og Borussia Dortmund. (Goal.com)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner