Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. maí 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
Gattuso að yfirgefa Napoli?
Mynd: Getty Images
Il Corriere dello Sport segir að Gennaro Gattuso ætli sér ekki að halda áfram sem þjálfari Napoli. Liðið er á barmi þess að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu.

Þrátt fyrir fínan árangur innan vallar er Gattuso sagður ósáttur. Hann ku ekki vilja gera nýjan samning við forseta félagsins, Aurelio De Laurentiis.

Einhverjar vangaveltur hafa verið í gangi um að þessi fyrrum þjálfari Milan gæti mögulega tekið við Juventus sem hefur átt erfitt tímabil.

Þá er sagt að Lorenzo Insigne gæti einnig verið á förum frá Napoli. Þessi leikni fyrirliði liðsins hefur ekki skrifað undir nýjan samning en núgildandi samningur hans er til 2022.
Athugasemdir
banner
banner