Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 19. maí 2022 23:37
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Álafoss fengið á sig 20 mörk í tveimur leikjum
Hamar skoraði níu í kvöld
Hamar skoraði níu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Álafoss 1 - 9 Hamar
0-1 Darri Már Garðarsson ('6 )
0-2 Sören Balsgaard ('18 )
0-3 Atli Þór Jónasson ('26 )
0-4 Darri Már Garðarsson ('40 )
0-5 Alfredo Ivan Arguello Sanabria ('63 )
0-6 Alfredo Ivan Arguello Sanabria ('73 )
1-6 Hrafn Darri Guðjónsson ('79 )
1-7 Atli Þór Jónasson ('80 )
1-8 Jón Bjarni Sigurðsson ('81 )
1-9 Atli Þór Jónasson ('87 )

Álafoss hefur fengið á sig 20 mörk í fyrstu tveimur leikjum liðsins í D-riðli 4. deildar karla en liðið tapað öðrum leik sínum í kvöld er Hamar vann örugglega, 9-1.

Hamar var fjórum mörkum yfir í hálfleik. Darri Már Garðarsson skoraði tvö og þá komust þeir Sören Balsgaard og Atli Þór Jónasson einnig á blað.

Alfredo Sanabria skoraði tvö mörk á tíu mínútum fyrir Hamar um miðjan síðari hálfleikinn. Hrafn Darri Guðjónsson náði að pota inn einu marki fyrir Álafoss áður en Hamar hélt áfram að hamra inn mörkum.

Atli Þór skoraði tvö til viðbótar og þá gerði Jón Bjarni Sigurðsson eitt.

Þetta var fyrsti sigur Hamars í sumar en Álafoss var að tapa öðrum leik sínum og hefur fengið á sig 20 mörk í fyrstu tveimur leikjunum en liðið tapaði fyrir Ými, 11-0, í fyrstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner