Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 19. maí 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Aubameyang einbeitir sér að Barcelona - Hættur í landsliðinu
PIerre-Emerick Aubameyang
PIerre-Emerick Aubameyang
Mynd: EPA
Pierre-Emerick Aubameyang er hættur að spila með landsliði Gabon en hann greindi frá ákvörðun sinni í gær.

Aubameyang, sem er 32 ára gamall, byrjaði að spila fyrir Gabon árið 2009 og tók þátt í fjórum mótum.

Hann fór þrisvar með liðið í Afríkukeppnina og spilaði þá á Ólympíuleikunum árið 2012. Aubameyang var í hópnum sem átti að spila í Afríkukeppninni í Kamerún í ár en gat ekki verið með eftir að hann greindist með Covid. Hann átti að vera klár fyrir mótið en hjartakvilli kom í veg fyrir að hann yrði með.

Aubameyang er markahæsti leikmaðurinn í sögu Gabon og skoraði 30 mörk í 72 leikjum en hefur nú ákveðið að kalla þetta gott.

Framherjinn knái gekk í raðir Barcelona frá Arsenal í janúarglugganum og gerði hann þriggja og hálfs árs samning en hann ætlar nú að setja alla einbeitingu á Börsunga. Hann er með 7 mörk í 15 leikjum á þessu tímabili í öllum keppnum fyrir spænska félagið.
Athugasemdir
banner