Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   mið 19. júní 2024 11:57
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Króatíu og Albaníu: Gvardiol í miðverði
Luka Modric miðjumaður Króatíu.
Luka Modric miðjumaður Króatíu.
Mynd: Getty Images
2. umferð B-riðils á EM fer af stað klukkan 13 þegar Króatía og Albanía mætast á Volksparkstadion í Hamborg.

Bæði lið töpuðu í fyrstu umferð og mega því ekki við því að tapa í dag. Tap svo gott sem gerir út um vonir um að komast áfram í útsláttarkeppnina.

Króatía tapaði 3-0 fyrir Spáni í fyrstu umferð en Albanía tapaði 2-1 fyrir Ítalíu.

Josko Gvardiol er í miðverði hjá króatíska liðinu í dag en hann var notaður í bakverði í fyrstu umferð.

Byrjunarlið Króatíu: Livakovic; Juranovic, Sutalo, Gvardiol, Perisic; Modric, Brozovic, Kovacic; Majer, Petkovic, Kramaric.

Byrjunarlið Albaníu: Strakosha; Hysaj, Ajeti, Djimsiti, Mitaj; Ramadani, Asllani, Laçi; Asani, Manaj, Bajrami.

Dómari: François Letexier (Frakkland)
Athugasemdir
banner
banner