Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   þri 19. júlí 2016 17:16
Elvar Geir Magnússon
Dómari með Mílanóslag á ferilskránni flautar í Krikanum
Paolo Valeri lætur Jovetic heyra það.
Paolo Valeri lætur Jovetic heyra það.
Mynd: Getty Images
FH mætir Dundalk annað kvöld í seinni viðureing liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn á Írlandi endaði með 1-1 jafntefli.

Það er von á 150 Írum á völlinn á morgun og útlit fyrir spennandi leik í Kaplakrika. Eins og allir vita eru breskir stuðningsmenn vanir því að láta vel í sér heyra á kappleikjum.

UEFA hefur sett ítalska dómarann Paolo Valeri á leikinn en hann er vanur því að dæma stóra leiki í ítölsku A-deildinni. Þar á meðal hefur hann verið með flautuna á Mílanóslag milli AC Milan og Inter.

Leikur FH og Dundalk verður klukkan 19:15 á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner