Heimild: Akureyri.net
Belgíska félagið Beerschot og bandaríska félagið St. Louis City náðu í gær samkomulagi um kaupverð á leikmanni belgíska félagsins.
Nökkvi Þeyr Þórisson er á leið frá Belgíu til Bandaríkjanna og verður leikmaður St. Louis City í bandarísku MLS deildinni.
Nökkvi Þeyr Þórisson er á leið frá Belgíu til Bandaríkjanna og verður leikmaður St. Louis City í bandarísku MLS deildinni.
Fjallað var um það í gær að kaupverðið yrði tæplega ein milljón evra en niðurstaðan er sú að St. Louis City greiðir aðeins lægri upphæð, en þó hærri en 750 þúsund evrur.
Það gerir leikmanninn að dýrasta leikmanni sem Beerschot hefur selt frá sér því Tarik Tissoudali fór til Gent frá Beerschot á 750 þúsund evrur fyrir tveimur árum.
Í grein Gazet van Antwerpen kemur fram að Nökkvi hafi þegar kvatt liðsfélaga sína hjá Beerschot. Einnig er sagt að hann muni fljúga heim til íslands til að græja vegabréfsáritun fyrir för sína til Bandaríkjanna.
Nökkvi var keyptur til Beerschot frá KA í september í fyrra og skoraði þessi 23 ára dalvíski sóknarmaður sjö mörk og lagði upp þrjú í belgísku B-deildinni í vetur.
Athugasemdir