Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fös 19. júlí 2024 21:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA tapaði gegn Víkingi á VÍS vellinum á Akureyri í Bestu deild kvenna í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfara liðsins eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  2 Víkingur R.

„Þetta var lélegur leikur hjá okkur. Ég verð að taka það á mig að við fórum illa af ráði okkar í pásunni. Einhver blanda af því hvernig við æfðum og hvíldum. Við komum ekki vel stemmdar til leiks og það er eitthvað sem ég verð að skoða hjá mér hvernig ég setti þennan leik upp og aðdragandan að honum," sagði Jóhann Kristinn.

Liðið hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum í deild og bikar á heimavelli.

„Svo verðum við hreinlega að fara í alvöru naflaskoðun hvers vegna við spilum svona á okkar heimavelli og erum að tapa leikjunum á heimavelli en erum allt annað lið á útivelli."

Hvernig sáu mörkin við þér?

„Það var mjög gott mark sem þær skoruðu í fyrri hálfleik. Við vorum sofandi, við ætluðum að vera á tánum í seinni boltum og berjast eins og fótboltaleikir verða hér. Við vorum algjörlega á afturfótunum í fyrri hálfleik, Víkingur voru miklu grimmari. Seinna markið, þá vorum við búin að skvetta öllu upp og eldfljótur og ferskur leikmaður sem kom inn á hjá þeim stingur okkur af eftir að hún kemst inn í sendingu og klárar þetta. Allt kúdos á Víkinga, þær stóðu sig gríðarlega vel og áttu sigurinn fyllilega skilið," sagði Jóhann Kristinn.

Ertu bjartsýnn að ná að snúa þessu við?

„Ég er ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna en ég verð fínn í fyrramálið," sagði Jóhann Kristinn að lokum.


Athugasemdir
banner
banner