Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   fös 19. júlí 2024 21:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA tapaði gegn Víkingi á VÍS vellinum á Akureyri í Bestu deild kvenna í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfara liðsins eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  2 Víkingur R.

„Þetta var lélegur leikur hjá okkur. Ég verð að taka það á mig að við fórum illa af ráði okkar í pásunni. Einhver blanda af því hvernig við æfðum og hvíldum. Við komum ekki vel stemmdar til leiks og það er eitthvað sem ég verð að skoða hjá mér hvernig ég setti þennan leik upp og aðdragandan að honum," sagði Jóhann Kristinn.

Liðið hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum í deild og bikar á heimavelli.

„Svo verðum við hreinlega að fara í alvöru naflaskoðun hvers vegna við spilum svona á okkar heimavelli og erum að tapa leikjunum á heimavelli en erum allt annað lið á útivelli."

Hvernig sáu mörkin við þér?

„Það var mjög gott mark sem þær skoruðu í fyrri hálfleik. Við vorum sofandi, við ætluðum að vera á tánum í seinni boltum og berjast eins og fótboltaleikir verða hér. Við vorum algjörlega á afturfótunum í fyrri hálfleik, Víkingur voru miklu grimmari. Seinna markið, þá vorum við búin að skvetta öllu upp og eldfljótur og ferskur leikmaður sem kom inn á hjá þeim stingur okkur af eftir að hún kemst inn í sendingu og klárar þetta. Allt kúdos á Víkinga, þær stóðu sig gríðarlega vel og áttu sigurinn fyllilega skilið," sagði Jóhann Kristinn.

Ertu bjartsýnn að ná að snúa þessu við?

„Ég er ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna en ég verð fínn í fyrramálið," sagði Jóhann Kristinn að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner