Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   mán 19. ágúst 2019 16:15
Magnús Már Einarsson
Bolton frestar leik - Vilja ekki láta ungu leikmennina spila of mikið
Bolton hefur frestað leik sínum gegn Doncaster í ensku C-deildinni á morgun þar sem félagið óttast um velferð leikmanna.

Bolton hefur verið í fjárhagsvandræðum og félagið bíður þess að nýir eigendur taki yfir.

Einungis þrír leikmenn á meistaraflokksaldri voru með Bolton í 5-0 tapi gegn Tranmere um helgina.

Bolton hefur neyðst til að láta leikmenn úr unglingaliðinu bera liðið uppi í byrjun tímabils.

Félagið hefur áhyggjur af því að þetta hafi slæm áhrif á ungu leikmennina og því hefur leiknum á morgun verið frestað.
Athugasemdir