Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 19. ágúst 2019 18:04
Arnar Helgi Magnússon
Byrjunarlið Wolves og Man Utd: Daniel James byrjar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar lýkur í kvöld þegar Wolves og Manchester United eigast við á Molineux vellinum. Flautað verður til leiks klukkan 19:00.

Manchester United fór á kostum í fyrstu umferðinni þegar liðið valtaði yfir Chelsea, 4-0.

Ole Gunnar Solskjær gerir eina breytingu á sínu liði en Daniel James kemur inn í liðið í stað Andreas Pereira. James kom inná gegn Chelsea og skoraði fjórða mark Manchester United.

Wolves gerði markalaust jafntefli við Leicester í fyrstu umferðinni en síðan þá er liðið búið að mæta Pyunik í Evrópudeildinni. Þeim leik lauk með 4-0 sigri Úlfanna.

Nuno stillir upp sama liði og gerði jafntefli gegn Leicester.

Byrjunarlið Wolves: Patricio, Doherty, Boly, Coady, Bennett, Jonny, Moutinho, Dendoncker, Neves, Jota, Jimenez
(Varamenn: Ruddy, Neto, Cutrone, Gibbs-White, Saiss, Vinagre, Traore)

Byrjunarlið Manchester United: De Gea, Wan-Bissaka, Lindelof, Maguire, Shaw, McTominay, Pogba, James, Lingard, Martial, Rashford
(Varamenn: Romero, Mata, Young, Pereira, Greenwood, Matic, Tuanzebe)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner