Stephan Lichtsteiner er orðinn liðsfélagi Alfreðs Finnbogasonar en hann skrifaði undir eins árs samning við Augsburg í dag. 
                
                
                                    Þessi 35 ára landsliðsfyrirliði Sviss lék með Arsenal á síðasta tímabili en hann kom til Lundúnarliðsins frá Juventus.
Hann lék 23 leiki í öllum keppnum en eina markið hans kom í Carabao deildabikarnum.
„Þetta er akkurat sú áskorun sem ég var að leita að eftir dvöl mína á Englandi. Ég trúi því að ég geti komið með fullt inn í þetta hungraða unga lið," segir Lichsteiner.
Augsburg tapaði stórt í 1. umferð Bundesligunnar gegn Dortmund. Alfreð Finnbogason var ekki í leikmannahópnum vegna meiðsla. Næsti leikur liðsins er gegn Union Berlin á laugardag.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
        

