Gregg Ryder þjálfari Þróttar var hæstánægður með að Pepsideildarsætið var í höfn eftir 1-0 sigur á Selfyssingum.
"Ég er algerlega í skýjunum, við fórum erfiðu leiðina en okkur tókst það og þessi klúbbur á einfaldlega skilið að vera í efstu deild".
"Ég er algerlega í skýjunum, við fórum erfiðu leiðina en okkur tókst það og þessi klúbbur á einfaldlega skilið að vera í efstu deild".
Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 - 0 Selfoss
Var Gregg einhvern tíma að velta fyrir sér hvernig mál stæðu fyrir norðan þar sem KA menn voru að gera sitt til að skemma partýið í Laugardalnum?
"Ég vissi að KA var 1-0 yfir í hálfleik, en við vorum þá komnir yfir og á meðan að við vorum í þeirri stöðu þurfti ég aldrei að hafa áhyggjur af því".
Gregg er einn af yngri þjálfurum í meistaraflokki, það hlýtur að vera stór áfangi fyrir hann að vera kominn með lið í efstu deild.
"Að sjálfsögðu, það er stórt fyrir öll lið að vera í efstu deild og við ætlum að fara þangað upp og vera þar".
Töluverður munur er á milli 1.deildar og Pepsi, er Gregg farinn að spá í það verkefni?
"Að sjálfsögðu, við ætlum að bæta við okkur leikmönnum en við verðum tilbúnir" sagði Ryder og hljóp inn í klefa til að fagna sætinu í PEPSI.
Athugasemdir