Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 19. september 2019 15:02
Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór: Útilokað að leikmenn hafi lekið byrjunarliðinu
Jón Þór Hauksson þjálfari kvennalandsliðsins.
Jón Þór Hauksson þjálfari kvennalandsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson þjálfari kvennalandsliðsins hefur ekki áhyggjur af því að trúnaðarbrestur hafi orðið í leikmannahópi liðsins fyrir leikinn gegn Slóvakíu í upphafi mánaðarins en segist þó líta málið alvarlegum augum.

Byrjunarlið íslenska liðsins var tilkynnt opinberlega klukkan 17:30 en tveimur tímum fyrr hafði Vísir.is byrjunarliðið undir höndum og vísaði í heimildarmenn sína.

„Ég hef í sjálfu sér enga stórkostlega skoðun á því. Við erum bara að einbeita okkur að okkar hlutum," sagði Jón Þór við Fótbolta.net en hefur hann ekki áhyggjur ef byrjunarliðið lekur?

„Auðvitað er það miður að það leki út en það er er ekki stóra áhyggjuefni mitt daginn fyrir leik hverjir vita hverjir byrja inná."

Heldurðu að leikmenn hafi lekið byrjunarliðinu?

„Nei, það er útilokað að leikmenn leki því."

Hver þá, veistu það?

„Ég veit það ekki en það er fólk hérna út um allt sem getur séð okkar æfingar og getur séð hvernig við stillum upp og svo framvegis. Þú getur flogið hérna yfir borgina með dróna og allan andskotann."

Þú heldur ekki virkilega að það hafi verið gert? Tölum nú af alvöru og ekki slá þessu upp í grín.

„Það eru eflaust milljón leiðir til að komast að því en ég hef engar áhyggjur af því."

Þú hefur greinlega engar áhyggjur af svona trúnaðarbresti eins og þú talar.

„Ekki meðal leikmanna, nei. Það er ekki möguleiki. Það geta verið milljón leiðir og ef ég einbeiti mér að því að setja mína orku í það þá er einbeitingin ekki á réttum stað daginn fyrir leik. Ég get ekki sagt að ég hafi haft þungar áhyggjur af því en auðvitað er það alvarlegt mál."

Gerið þið eitthvað til að fyrirbyggja að þetta gerist aftur.

„Við erum bara að reyna að komast að því hérna innanhúss hvernig við getum unnið okkar störf betur í því. Ef það er eitthvað sem við þurfum að skoða eða gera betur í því þá gerum við það."

Umræðan hefst eftir 07:00 mín í spilaranum að neðan.
Jón Þór um Rakel og Söndru: Segir mikið um breiddina
Athugasemdir
banner
banner
banner