Meistaradeild Evrópu fer af stað í dag en þetta verður síðasta tímabilið í núverandi fyrirkomulagi. Frá og með næsta tímabili verður farið eftir svissneskri fyrirmynd.
Niall McVeigh blaðamaður Guardian segir að þó Meistaradeildin sé ekki fullkomin í dag þá sé nýja fyrirkomulagið ruglingslegt fyrir stuðningsmenn.
Niall McVeigh blaðamaður Guardian segir að þó Meistaradeildin sé ekki fullkomin í dag þá sé nýja fyrirkomulagið ruglingslegt fyrir stuðningsmenn.
Frá og með næsta tímabili verður riðlakeppnin þannig að 36 lið verða saman í einni stórri deildartöflu. Hvert lið mun spila átta leiki (tveimur leikjum meira en í núverandi riðlakeppni), fjóra heimaleiki og fjóra útileiki en allt gegn mismunandi andstæðingum.
Eftir þessa keppni fara átta efstu liðin beint í 16-liða úrslit. Liðin í sætum 9-24 munu fara í umspil.
McVeigh segir fyrirkomulagið vera ruglingslegt, nema fyrir UEFA fulltrúa eða skákáhugamenn.
Evrópudeildin og Sambandsdeildin munu taka upp svipað kerfi. Ein af breytingunum er sú að þau lið sem enda í 25. sæti eða neðar, eða detta út í útsláttarkeppni, falla úr Evrópukeppninni en fara ekki í keppnirnar fyrir neðan.
Hér má lesa greinina á Guardian.
Athugasemdir