Englands, bikar og Evrópumeistarar Manchester City lentu óvænt undir gegn Rauðu stjörnunni á Etihad-leikvanginum í kvöld.
Meistararnir hafa verið með mikla yfirburði í þessum fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.
Liðið átti urmul af færum í fyrri hálfleiknum en nýtti þau ekki. Fyrrum lærisveinar Milosar Milojevic í Rauðu stjörnunni refsuðu fyrir það.
Osman Bukari stakk sér inn fyrir vörn Man City og kláraði færið vel og var staðan því 1-0 í hálfleik, gestunum í vil. Julian Alvarez jafnaði strax í byrjun síðari hálfleiks.
Sjáðu jöfnunarmark Alvarez
Manchester City 0 - [1] Crvena Zvezda - Osman Bukari 45' +2'
byu/50lipa insoccer
Athugasemdir