Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. október 2019 16:11
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Jón Daði fékk síðasta korterið - Leeds vann
Kalvin Phillips gerði sigurmark Leeds í dag.
Kalvin Phillips gerði sigurmark Leeds í dag.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði Böðvarsson byrjaði á bekknum er Millwall heimsótti Brentford í ensku B-deildinni í dag.

Millwall var í þægilegri stöðu, tveimur mörkum yfir, þegar Jóni Daða var leyft að spreyta sig á 77. mínútu leiksins.

Þessi stundarfjórðungur sem var eftir átti hins vegar eftir að verða eins og martröð fyrir Jón Daða og liðsfélaga hans því andstæðingarnir náðu að snúa stöðunni við.

Þeir skoruðu þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum og stóðu uppi sem sigurvegarar, 3-2.

Bæði lið eru í neðri hluta deildarinnar eftir 12 umferðir. Brentford með 15 stig og Millwall 14.

Brentford 3 - 2 Millwall
0-1 Tom Bradshaw ('46 )
0-2 Jed Wallace ('55 , víti)
1-2 Joshua Da Silva ('84 )
2-2 Bryan Mbeumo ('88 )
3-2 Ollie Watkins ('90 )

West Brom og Leeds United verma toppsætiin í deildinni. West Brom er með tveggja stiga forystu eftir nauman sigur gegn Middlesbrough í dag. Leeds rétt marði þá Birmingham þökk sé marki frá Kalvin Phillips.

Umspilspakkinn er mjög þéttur og er Charlton að blanda sér í baráttuna eftir 3-0 sigur á Derby, sem er í neðri hluta deildarinnar. Það virðist ekkert ganga upp hjá félaginu eftir að Frank Lampard skipti um deild.

Barnsley 1 - 1 Swansea
0-1 Andre Ayew ('67 )
1-1 Alex Mowatt ('70 )

Blackburn 2 - 2 Huddersfield
0-1 Karlan Grant ('13 , víti)
1-1 Lewis Holtby ('20 )
2-1 Bradley Dack ('33 )
2-2 Juninho Bacuna ('63 )

Charlton Athletic 3 - 0 Derby County
1-0 Macauley Bonne ('6 )
2-0 Naby Sarr ('48 )
3-0 Conor Gallagher ('67 )

Hull City 2 - 3 QPR
1-0 Jarrod Bowen ('29 )
1-1 Ryan Manning ('44 )
1-2 Eberechi Eze ('78 , víti)
1-3 Eberechi Eze ('88 , víti)
2-3 Josh Magennis ('90 )

Leeds 1 - 0 Birmingham
1-0 Kalvin Phillips ('65 )

Luton 3 - 0 Bristol City
1-0 Ruddock Pelly ('56 )
2-0 Harry Cornick ('62 )
3-0 Ashley Williams ('90 , sjálfsmark)

Middlesbrough 0 - 1 West Brom
0-1 Hal Robson-Kanu ('82 )

Reading 1 - 0 Preston NE
1-0 Matt Miazga ('97)

Stoke City 2 - 0 Fulham
1-0 Tyrese Campbell ('16 )
2-0 Lee Gregory ('81 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner