Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 19. október 2020 12:56
Elvar Geir Magnússon
Æfingar leyfðar en tveggja metra regla og bannað senda bolta á milli
Frá U21 landsliðsæfingu.
Frá U21 landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Félög á höfuðborgarsvæðinu mega hefja æfingar á morgun þegar ný reglugerð tekur gildi en reglurnar eru gífurlega strangar.

Hjá fullorðnum verður það þannig að engin snerting má vera á milli iðkenda, tveggja metra fjarlægðarreglan gildir, og að hámarki 20 manns mega vera saman í vel aðgreindu hólfi. Bolti má ekki fara á milli manna.

Það er því ljóst að æfingarnar sem eru leyfilegar eru langt frá hefðbundnum fótboltaæfingum.

Utan höfuðborgarsvæðisins mega æfingar vera með hefðbundnum hætti.

„Það má segja að þetta séu frekar „leikfimiæfingar“; hlaup, teygjur og slíkt," segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Vísi.

Sjá einnig:
KSÍ tilkynnir um framhald Íslandsmótsins í dag eða á morgun
Athugasemdir
banner
banner