Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. október 2020 10:45
Magnús Már Einarsson
KSÍ tilkynnir um framhald Íslandsmótsins í dag eða á morgun
Guðni Bergsson formaður KSÍ.
Guðni Bergsson formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ mun tilkynna í dag eða á morgun hvernig framhaldinu á Íslandsmótinu verður hagað. Ekkert hefur verið spilað síðan 7. október vegna kórónuveiru faraldursins.

Ný reglugerð heilbrigðisráðuneytisins tekur gildi á morgun en þar eru íþróttir með snertingum bannaðar á höfuðborgarsvæðinu á meðan æfingar og leikir eru leyfðir á landsbyggðinni. Ný reglugerð gildir næstu tvær eða þrjár vikurnar og því ljóst að ekkert verður spilað á höfuðborgarsvæðinu fyrr en í fyrsta lagi í nóvember.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun liggi fyrir í dag eða á morgun um framhald Íslandsmótsins, hvort keppni verði haldið áfram og ef svo er, hvernig það verður gert.

„Við erum að funda um þetta í dag og fara yfir stöðuna. Ákvörðun verður síðan tekin," sagði Guðni við Fótbolta.net í dag en hvenær má búast við tilkynningu frá KSÍ? „Ég á von á því að það verði annað hvort þegar líða tekur á daginn eða mögulega á morgun. Það þarf að fara vel yfir þetta og undirbúa þetta vel. Það styttist í ákvörðunina hjá okkur."

„Þetta verður aldrei auðveld ákvörðun, sama hvað við gerum. Við reynum að undirbúa þá ákvörðun eins lengi og við getur. Við förum yfir rökin í málinu og reynum að rýna í framtíðina í leiðinni. Við reynum að stilla þessu upp eins vel og við getum. Við tökum ákvörðun í þessu, það er okkar hlutverk að rísa undir þeirri ábyrgð og við munum gera það."

Athugasemdir
banner
banner
banner