Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 19. október 2020 09:22
Magnús Már Einarsson
Eiður Smári um brotið á Van Dijk: Rautt og tíu leikja bann
Atvikið í leiknum á laugardaginn.
Atvikið í leiknum á laugardaginn.
Mynd: Getty Images
„Þetta er ömurlegt fyrir Liverpool og ömurlegt fyrir fótbotann að Van Dijk sé að meiðast," sagði Eiður Smári Guðjonsen í þættinum „Vellinum" hjá Síminn Sport í gær þegar rætt var um meiðsli Virgil van Dijk.

Van Dijk spilar mögulega ekki meira á þessu tímabili en hann er á leið í aðgerð á hné eftir að hafa meiðst gegn Everton um helgina.

Van Dijk meiddist eftir að Jordan Pickford tæklaði hann. Pickford slapp með refsingu en búið var að dæma rangstöðu á Van Dijk þegar atvikið átti sér stað.

„Þegar maður horfir á þetta þá hefðu meislin hæglega getað verið verri. Það var hræðilegt að horfa á þetta."

„Þetta er rautt spjald og tíu leikja bann fyrir mér," sagði Eiður.

Hér að neðan má sjá atvikið og umræðuna í Vellinum í gær. Þar var einnig skoðað markið sem var dæmt af Liverpool í viðbótartíma.

Athugasemdir
banner
banner
banner