Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   mið 19. október 2022 21:07
Ívan Guðjón Baldursson
England: Man Utd tók Tottenham í kennslustund
Mynd: EPA

Man Utd 2 - 0 Tottenham
1-0 Fred ('47)
2-0 Bruno Fernandes ('69)


Manchester United tók á móti Tottenham í síðasta leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni og sýndu Rauðu djöflarnir mikla yfirburði.

Staðan var markalaus eftir afar líflegan fyrri hálfleik þar sem heimamenn sýndu frábæra spilamennsku og voru óheppnir að taka ekki forystuna.

Boltinn fann loksins netið í upphafi síðari hálfleiks þegar skot Fred breytti um stefnu af varnarmanni og fór framhjá varnarlausum Hugo Lloris.

Gestirnir frá London áttu fínar rispur í leiknum en lítið meira en það. Bruno Fernandes tvöfaldaði forystu Man Utd með góðu marki eftir skyndisókn og virtist sigurinn aldrei í hættu gegn slökum lærisveinum Antonio Conte.

Man Utd er í fimmta sæti eftir sigurinn, með 19 stig eftir 10 umferðir. Tottenham er í þriðja sæti með 23 stig eftir 11 umferðir.

Hugo Lloris var meðal bestu leikmanna vallarins þrátt fyrir að hafa fengið tvö mörk á sig.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner
banner