Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. nóvember 2020 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Dómarar í þessari keppni eru langt frá gæðum leikmanna því miður"
Aleksandra í leiknum í gær.
Aleksandra í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steini Halldórs
Steini Halldórs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær féll Valur úr leik gegn Glasgow í Meistaradeild kvenna eftir bráðabana í vítaspyrnukeppni. Dómgæslan í leiknum vakti athygli og voru Valskonur svekktar bæði út í markið sem skoska liðið skoraði og að hafa ekki fengið vítaspyrnu í framlengingu.

Fréttaritari Fótbolta.net, Sverrir Örn Einarsson, gaf slóvenska dómaranum Aleksöndru Cesen fjóra í einkunn fyrir sína frammistöðu í leiknum.

„Dómarinn - 4 Er langt í frá alveg hlutlaus en hin Slóvenska Aleksandra Cesen átti afleitan dag. Lítið samræmi í dómum hennar og risastór atriði sem hún klikkar á. Auðvitað tapaði hún ekki leiknum fyrir Val en setti klárlega mark sitt á leikinn og þróun hans," skrifaði Sverrir í skýrsluna eftir leik.

Eiður Ben Eiríksson, annar af þjálfurum Vals, var til viðtals eftir leikinn í gær og var viðtalið birt með fyrirsögninni: „Vandræðalegt ef dómgæsla er komin svona stutt í kvennaboltanum." Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan en þar segir Eiður m.a.:

„Í seinni hálfleik þá tókum við yfir en þær skora mark sem er bara algjör brandari að hafi ekki verið dæmt af... Öll lítil atriði. Maður veit ekki hvað maður á að segja og verður að passa sig svolítið. En það er bara vandræðalegt ef dómgæsla er komin svona stutt í kvennaboltanum. Þetta var allan leikinn. Við fengum aldrei aukaspyrnu en auðvitað þarf maður að horfa á þetta aftur og er hliðhollur sínu liði en þetta var allan leikinn, brot út um allt og þær þurftu bara að öskra og kalla á spjöldin. Hún bar rosalega virðingu fyrir þeim sem er mjög skrýtið því við vorum á heimavelli og miklu betra liðið.“

Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri á Vísi, sagði á Twitter að Valur hefði átt að fá dæmt augljósasta víti í heiminum þegar Hlín Eiríksdóttir var klippt niður. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, svarar tísti Kolbeins á eftirfarandi hátt: „Sorglegt að horfa á þetta. Dómarar í þessari keppni eru langt frá gæðum leikmanna því miður. Ég var yfirleitt með blóðuga tungu eftir leiki, þurfti að bíta svo fast."



Eiður Ben: Vandræðalegt ef dómgæsla er komin svona stutt í kvennaboltanum
Athugasemdir
banner
banner