Aron Einar Gunnarsson er ekki skráður í leikmannahóp Íslands á vefsíðu UEFA fyrir leik kvöldsins gegn Portúgal. Leikmannahóparnir á UEFA síðunni eru uppfærðir að morgni leikdags en þar er Aron ekki sjáanlegur.
Age Hareide talaði um það á fréttamannafundi í gær að það væru nokkrir leikmenn að glíma við smávægileg meiðsli í aðdraganda leiksins en gaf ekki upp nein nöfn. Allir leikmenn, þar á meðal Aron, tóku þátt í þeim hluta æfingarinnar sem fjölmiðlamenn máttu fylgjast með.
Aron kom inn sem varamaður í leiknum gegn Slóvakíu en hann er ekki í leikæfingu enda ekki að spila með Al-Arabi, liði sínu í Katar.
Age Hareide talaði um það á fréttamannafundi í gær að það væru nokkrir leikmenn að glíma við smávægileg meiðsli í aðdraganda leiksins en gaf ekki upp nein nöfn. Allir leikmenn, þar á meðal Aron, tóku þátt í þeim hluta æfingarinnar sem fjölmiðlamenn máttu fylgjast með.
Aron kom inn sem varamaður í leiknum gegn Slóvakíu en hann er ekki í leikæfingu enda ekki að spila með Al-Arabi, liði sínu í Katar.
Lestu um leikinn: Portúgal 2 - 0 Ísland
Varnarmaðurinn Daníel Leó Grétarsson og miðjumaðurinn Andri Fannar Baldursson eru báðir skráðir í hópinn fyrir leik kvöldsins en þeir voru kallaðir inn í hópinn eftir tapið gegn Slóvakíu.
Hér má sjá leikmannahóp Íslands fyrir leikinn gegn Portúgal en hann hefst 19:45.
Leikurinn í kvöld hefur ekki mikið þýðingargildi. Portúgal er fyrir löngu búið að tryggja sér sigur í riðlinum en Ísland er að búa sig undir að fara í umspil í mars. Það má því segja að leikurinn í kvöld sé nánast æfingaleikur.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir