Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   sun 19. nóvember 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Luiz Gustavo á leið aftur heim til Brasilíu
Mynd: Getty Images
Brasilíska stórveldið Sao Paulo er að semja við miðjumanninn Luiz Gustavo, sem snýr heim til Brasilíu eftir 16 ár í Evrópu og Asíu.

Varnartengiliðurinn Gustavo lék 41 landsleik fyrir Brasilíu og vann þrennuna með FC Bayern tímabilið 2012-13, áður en hann skipti yfir til Wolfsburg.

Gustavo er orðinn 36 ára gamall og er samningslaus eftir að hafa leikið fyrir Al-Nassr í Sádí-Arabíu á síðustu leiktíð, þar sem hann kom að 10 mörkum í 29 deildarleikjum í liði með Cristiano Ronaldo og Anderson Talisca.

Gustavo var hjá Fenerbahce í Tyrklandi áður en hann skipti til Sádí-Arabíu, en þar áður lék hann með Marseille í Frakklandi. Þessi miðjumaður býr yfir gríðarlega mikilli reynslu og ætlar að klára ferilinn í heimalandinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner