Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   sun 19. nóvember 2023 22:39
Brynjar Ingi Erluson
Svona myndu Kári og Lárus stilla upp íslenska liðinu
watermark Kári setti Loga í vinstri bakvörðinn
Kári setti Loga í vinstri bakvörðinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
watermark Albert er í liði Lárusar
Albert er í liði Lárusar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason og Lárus Orri SIgurðsson ákváðu að bregða sér í hlutverk landsliðsþjálfara á Stöð 2 Sport í kvöld, en þeir fengu báðir að stilla upp liðinu, sem að þeirra mati, er það sterkasta.

Kári var svolítið litaður í vali sínu. Hann valdi að vísu ekki markvörð, þó honum hafi litist vel á Hákon Rafn Valdimarsson í kvöld, en hann telur að sú staða sé enn á lausu. Þar setti hann spurningarmerki.

Aron Einar Gunnarsson og Sverrir Ingi Ingason eru miðvarðarparið og Guðlaugur Victor Pálsson er í hægri bakverði. Í vinstri bakverði koma tveir til greina en þar má finna Loga Tómasson og Valgeir Lunddal Friðriksson.

Logi er mikill Víkingur eins og Kári en bakvörðurinn samdi við Strömsgodset í sumar. Willum Þór Willumsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru á miðjunni með Jón Dag Þorsteinsson og Jóhann Berg Guðmundsson á köntunum. Orri Steinn Óskarsson og Hákon Arnar Haraldsson eru í fremstu víglínu.

Lið Kára: ?, Guðlaugur Victor Pálsson, Sverrir Ingi Ingason, Aron Einar Gunnarsson, Valgeir Lunddal/Logi Tómasson, Jón Dagur Þorsteinsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Willum Þór Willumsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Orri Steinn Óskarsson, Hákon Arnar Haraldsson.

Lárus Orri valdi einnig áhugavert lið. Rúnar Alex Rúnarsson fær hans atkvæði í markvarðarstöðuna.

Þeir eru með svipaða vörn. Guðlaugur Victor, Sverrir og Aron Einar eru allir í vörninni og Valgeir Lunddal í vinstri bakverðinum. Arnór Ingvi Traustason og Gylfi á miðjunni með Albert Guðmundsson í holunni.

Hákon Arnar og Jóhann Berg eru á vængjunum og Orri Steinn fremstur.

Lið Lárusar: Rúnar Alex Rúnarsson (M), Guðlaugur Victor Pálsson, Sverrir Ingi Ingason, Aron Einar Gunnarsson, Valgeir Lunddal Friðriksson, Arnór Ingvi Traustason, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Albert Guðmundsson, Hákon Arnar Haraldsson, Orri Steinn Óskarsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner