Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 20. janúar 2021 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Horfum pínu í það að fara rétta leið upp"
Það er ekki í miklu uppáhaldi að fara í viðtöl eftir tapleiki.
Það er ekki í miklu uppáhaldi að fara í viðtöl eftir tapleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri tók við sem þjálfari í nóvember.
Orri tók við sem þjálfari í nóvember.
Mynd: Þór
„Það er mjög erfitt að rýna í hópana eins og þeir eru akkúrat núna. Mér finnst mjög erfitt að áætla hvar liðin koma til með að vera í töflunni. Eins og staðan er í dag eiga þessi lið væntanlega eftir að sækja sér einhvern liðsstyrk. Ég held að flest liðin muni spila á sínum strákum í allavega þessum fyrstu undirbúningsleikjum. Það verður spennandi að sjá hvort að einhverjir ungir heimastrákar muni blómstra."

Sagði Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs, í útvarpsþættinum Fótbolta.net. Spjallið við Orra má hlusta á neðst í fréttinni og hefst það á 43. mínútu.

Ætla Þórsarar að stefna upp um deild í sumar?

„Sko, félög eins og Þór eiga auðvitað alltaf að stefna á að fara upp. Við horfum pínu í það að fara rétta leið upp, svo við séum ekki bara að tjalda öllu til fyrir sumarið í sumar og svo séð til fyrir næsta sumar. Mitt markmið er að koma þessum ungu strákum aðeins meira og betur inn í hlutina í Þórsliðinu," sagði Orri.

Hvernig verður Orri í viðtölum?
Mun Orri bjóða upp á góðar fyrirsagnir í viðtölum eins og hann var þekktur fyrir sem leikmaður?

„Ég á örugglega eftir að valda ykkur miklum vonbrigðum þar. Mig minnir að ég sé einungis með eitt gult spjald sem þjálfari. Það er aldrei samt að vita hvort það nái að fjúka aðeins í mann og maður nær að búa til eitthvað fyrir ykkur (fjölmiðlamenn)."

Orri fór eiginlega alltaf í viðtal eftir leik, sama hvernig leikir fóru, þegar hann var fyrirliði Grindavíkur.

„Það er ekki í miklu uppáhaldi að fara í viðtöl eftir tapleiki. Mig minnir að við höfum verið með slatta af útlendingum á þessum síðustu árum með Grindavík. Það vildi enginn fara í viðtöl og því var maður tilneyddur," sagði Orri að lokum.

Sjá einnig:
„Erum að koma upp með kynslóðir leikmanna sem eru bara drullugóðir í fótbolta"
Mál Alvaro í ákveðnum farvegi - „Fleiri sem þurfa að stíga upp"
Útvarpsþátturinn - Stórleikurinn, Rooney og íslenski
Athugasemdir
banner
banner